Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Þingfundi var slitið á fimmta tímanum í dag og frestað fram yfir helgi. Ekkert miðar í samningaviðræðum við Miðflokkinn um þinglok en viðræðurnar sigldu í strand í gær þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og rætt við þingmenn í beinni útsendingu.

Einnig verður haldið áfram að fjalla um hættuna á gróðureldi hér á landi. Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við slíkan eld. Búnaðurinn sem nú er notaður var keyptur fyrir tólf árum.

Farið verður á Laugaveg þar sem akstursstefnu var breytt í dag og voru margir ökumenn ringlaðir. Við fylgjumst með kvennahlaupi Hrafnistu og verðum í beinni útsendingu frá víkingahátíð í Hafnarfirði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×