Innlent

Herjólfur kominn heim til Eyja

Atli Ísleifsson skrifar
Nýi Herjólfur er kominn heim.
Nýi Herjólfur er kominn heim. Tryggvi Már, Eyjar.net
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. Skipið mun þó ekki hefja áætlunarsiglingar á allra næstu dögum.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við Vísi að starfsmenn tollstjóra muni fara í gegnum skipið skammt frá Heimaey og býst hann við að sú skoðun muni taka einhverjar klukkustundir.

„Svo ætlar hann að renna sér renna sér í rampinn um eða upp úr miðnætti, þegar gamli Herjólfur er búinn með dagsverkið. Við ætlum svo að tæma skipið. Það er svo mikið dót í skipinu núna,“ segir Guðbjartur.

Að neðan má sjá þegar gamli Herjólfur og sá nýju mættust fyrr í kvöld. Myndband/ÞIGuðbjartur Ellert segir ekki alveg ljóst hvenær Herjólfur mun fara í sína fyrstu áætlunarsiglingu.

„Það fer eftir því hvað verið verðum lengi að gera hann rekstrartækan. Það eru leyfismál, sigla á alla rampa – hér í Eyjum, í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Draumurinn er þó að hefja siglingar fyrir Orkumótið í fótbolta sem hefst hér í Eyjum 26. júní.“

Eins og alþekkt er þá tafðist afhending Herjólfs nokkuð eftir að pólska skipasmíðastöðin fór fram á viðbótargreiðslu frá Vegagerðinni. Samkomulag náðist þó að lokum milli deiluaðila.

Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni.

Tryggvi Már, Eyjar.net

Tengdar fréttir

Herjólfur á heimleið

Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.