Sport

Í beinni í dag: Rúnar Már, Man. United í Evrópu­deildinni og körfu­bolti í Grinda­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Már í baráttunni við Marcus Rashford.
Rúnar Már í baráttunni við Marcus Rashford. vísir/getty
Fjórða umferð Evrópudeildarinnar heldur áfram að rúlla á Sportrásum Stöðvar 2 í dag en umferðin hófst í gær með 1-1 jafntefli Arsenal í Portúgal.

Við förum snemma af stað í dag en klukkan 15.50 verður flautað til leiks í Kasakstan þar sem Rúnar Már Sigurjónsson og félagar taka á móti AZ Alkmaar.

Rúnar Már er að koma til baka eftir meiðsli og var á varamannabekknum hjá félaginu um liðna helgi en Albert Guðmundsson er enn á meiðslalistanum hjá hollenska liðinu.

Lazio og Celtic mætast svo í mikilvægum leik í E-riðlinum. Celtic er með sjö stig á toppi riðilsins en Lazio er í þriðja sætinu með þrjú stig og þarf nauðsynlega á stigum að halda.

Manchester United fer langleiðina með að tryggja sig áfram hafi liðið betur gegn Partizan Belgrad á heimavelli en flautað til leiks klukkan 20.00.







Íslenski körfuboltinn er á sínum stað á fimmtudagskvöldi sem þessu en Stjarnan heimsækir Grindavík. Heimamenn með fjögur stig en Stjörnumenn sex. Samt sem áður munar fimm sætum á liðunum; Stjarnan í þriðja en Grindavík áttunda.

Golfmótið TOTO Japan meistaramótið hefst svo í nótt en allar útsendingar dagsins sem og næstu daga má finna á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:

15.40 Astana - Alkmaar (Stöð 2 Sport)

17.45 Lazio - Celtic (Stöð 2 Sport)

19.05 Grindavík - Stjarnan (Stöð 2 Sport 2)

19.50 Manchester United - Partizan (Stöð 2 Sport)

02.00 TOTO Japan Classic (Stöð 2 Golf)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×