Arsenal kastaði frá sér sigri í fjórða leiknum í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld vísir/getty
Arsenal gengur illa að vinna fótboltaleiki um þessar mundir en í dag gerðu þeir 1-1 jafntefli við Vitoria frá Portúgal í Evrópudeildinni.Leikurinn var færður fram um einn dag vegna þess að Braga spilar á morgun í Portúgal og ekki er langt á milli leikvanganna.Staðan var markalaus í hálfleik en Arsenal komst yfir með skallamarki Shkodran Mustafi á 80. mínútu og allt stefndi í sigur Arsenal.

Allt kom fyrir ekki og í uppbótartíma jafnaði Bruno Duarte metin. Liðin skildu því jöfn en Arsenal er á toppi riðilsins með tíu stig. Þetta var fyrsta stig Vitoria.Áhyggjuefni hins vegar fyrir Arsenal sem var að glutra frá sér fjórða leiknum í röð. Leikina og úrslitin úr þessum fjórum leikjum má sjá hér að neðan.Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.