Arsenal kastaði frá sér sigri í fjórða leiknum í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld vísir/getty
Arsenal gengur illa að vinna fótboltaleiki um þessar mundir en í dag gerðu þeir 1-1 jafntefli við Vitoria frá Portúgal í Evrópudeildinni.Leikurinn var færður fram um einn dag vegna þess að Braga spilar á morgun í Portúgal og ekki er langt á milli leikvanganna.Staðan var markalaus í hálfleik en Arsenal komst yfir með skallamarki Shkodran Mustafi á 80. mínútu og allt stefndi í sigur Arsenal.

Allt kom fyrir ekki og í uppbótartíma jafnaði Bruno Duarte metin. Liðin skildu því jöfn en Arsenal er á toppi riðilsins með tíu stig. Þetta var fyrsta stig Vitoria.Áhyggjuefni hins vegar fyrir Arsenal sem var að glutra frá sér fjórða leiknum í röð. Leikina og úrslitin úr þessum fjórum leikjum má sjá hér að neðan.Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.