Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Sveinn Arnarsson skrifar 13. mars 2019 07:00 Óskar Reykdalsson er settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. „Þetta gekk vonum framar en þetta átak var skipulagt með mjöglitlum fyrirvara. Þar verður einnig að hrósa fjölmiðlum fyrir góða og vandaða umfjöllun enda vissu langflestir af þessu átaki og margir nýttu sér þjónustu okkar,“ segir Óskar Reykdalsson, settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar segir Íslendinga enn ágætlega vel varða fyrir faröldrum sem þessum. Ástæða sé fyrir því að bólusett sé gegn mislingum. „Hafa ber í huga að engin þeirra sem veiktust af mislingum í þessari lotu eru einstaklingar sem ekki vildu láta bólusetja sig eða áttu foreldra sem vildu ekki láta bólusetja þau,“ bætir hann við. Nokkur umræða hefur verið um hvort bólusetningar geti valdið einhverfu eða öðrum kvillum. Það er hins vegar margafsannað. „Bólusetning er ekkert annað en æfing fyrir líkamann til þess að takast á við ákveðnar aðstæður,“ segir Óskar. „Sett er inn í líkamann efni sem hann æfir sig í að berjast við. Á nákvæmlega sama hátt förum við í ræktina til að æfa líkamann til þess að takast á við einhverjar aðstæður. Því má líkja bólusetningu við ræktartíma fyrir ónæmiskerfið. Það sem hefur átt sér stað síðustu daga hefur líklega vakið fólk til umhugsunar um hversu mikilvægar bólusetningarnar eru fyrir íslenska þjóð.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. „Þetta gekk vonum framar en þetta átak var skipulagt með mjöglitlum fyrirvara. Þar verður einnig að hrósa fjölmiðlum fyrir góða og vandaða umfjöllun enda vissu langflestir af þessu átaki og margir nýttu sér þjónustu okkar,“ segir Óskar Reykdalsson, settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar segir Íslendinga enn ágætlega vel varða fyrir faröldrum sem þessum. Ástæða sé fyrir því að bólusett sé gegn mislingum. „Hafa ber í huga að engin þeirra sem veiktust af mislingum í þessari lotu eru einstaklingar sem ekki vildu láta bólusetja sig eða áttu foreldra sem vildu ekki láta bólusetja þau,“ bætir hann við. Nokkur umræða hefur verið um hvort bólusetningar geti valdið einhverfu eða öðrum kvillum. Það er hins vegar margafsannað. „Bólusetning er ekkert annað en æfing fyrir líkamann til þess að takast á við ákveðnar aðstæður,“ segir Óskar. „Sett er inn í líkamann efni sem hann æfir sig í að berjast við. Á nákvæmlega sama hátt förum við í ræktina til að æfa líkamann til þess að takast á við einhverjar aðstæður. Því má líkja bólusetningu við ræktartíma fyrir ónæmiskerfið. Það sem hefur átt sér stað síðustu daga hefur líklega vakið fólk til umhugsunar um hversu mikilvægar bólusetningarnar eru fyrir íslenska þjóð.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira