Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móður ungs drengs í fíknivanda. Hún segir son sinn hafa farið hratt inn í heim neyslunnar og daðri við dauðan trekk í trekk. Hún segir drenginn ekki hafa aðgang að nauðsynlegum úrræðum sem styðji hann og fjölskylduna til að komast úr þessum aðstæðum.

Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf um jarðarkaup auðmanna verði hert.

Hún telur eðlilegt að takmarka viðskiptafrelsi en að gæta þurfi að jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja einkarétt einstaklinga.

Þá fjöllum við um deilu Breta og írana vegna olíuflutningaskips sem þeir síðarnefndu hertóku á föstudag og segjum frá því að leikskólaumgjörð leikskólakerfisins á Íslandi sé ein sú öflugasta í Evrópu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.