Henry Cejudo er búinn með sinn tíma í fluguvigtinni hjá UFC og beltið hefur því verið tekið af honum.
Cejudo er einnig meistari í bantamvigt hjá sambandinu og ætlar að berjast áfram þar.
Það vantar því nýjan fluguvigtarmeistara og Joseph Benavidez og Deiveson Figueiredo munu því berjast um beltið á UFC í Norfolk í lok febrúar.
Cejudo vill aftur á móti verja bantamvigtarbeltið sitt gegn Jose Aldo og það vill hann gera í Brasilíu.
Fluguvigtarbeltið tekið af Henry Cejudo
