Innlent

Hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
TF-KFF við komuna til landsins í júní 2014.
TF-KFF við komuna til landsins í júní 2014.
Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð og sakaði ekki.

Vélin, sem er að gerðinni Diamond DA20-C1 Eclipse og ber einkennisstafina TF-KFF er lítið skemmd.

Keilir er í nánum samskiptum við flugmálayfirvöld og verða frekari upplýsingar sendar út síðar að því er fram kemur í skeyti frá Keili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.