Innlent

Báðar fjöl­skyldur fá efnis­með­ferð hjá Út­lendinga­stofnun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.
Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Stefán
Mál Sarwary-fjölskyldunnar og mál Safari-fjölskyldunnar verða tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun á grundvelli breyttrar reglugerðar um útlendinga.

Stofnunin mun því taka afstöðu til þess hvort fjölskyldurnar hljóti vernd hér á landi, óháð því að þau hafa nú þegar hlotið vernd í Grikklandi.

Fyrst var greint frá þessu á vef RÚV en mikið hefur verið fjallað um mál fjölskyldnanna í fjölmiðlum undanfarin misseri. Vísa átti þeim úr landi og aftur til Grikklands þar sem þau hafa hlotið alþjóðlega vernd.

 

Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni þar sem alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn hafa bent á það að aðstæður í Grikklandi þykja erfiðar, ekki aðeins fyrir þá sem eru að sækja þar um hæli heldur einnig þá sem hafa hlotið alþjóðlega vernd.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, breytti í kjölfarið reglugerð um útlendinga.

Samkvæmt breytingunni er Útlendingastofnun nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs.


Tengdar fréttir

Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér

Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjöl­skyldum ný tíma­skil­yrði reglu­gerðar um út­lendinga sem Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstu­dag. Lög­maður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.