Heimilislaus maður kom NFL-leikmanni til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 22:00 Þetta er hann Dave. Skjámynd/41 Action News Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019 NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sjá meira
Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019
NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sjá meira