Erlent

Assange verður áfram í fangelsi í Bretlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Assange var afhentur breskum yfirvöldum í apríl þegar Ekvadorar afturkölluðu hæli sem hann hafði notið hjá þeim.
Assange var afhentur breskum yfirvöldum í apríl þegar Ekvadorar afturkölluðu hæli sem hann hafði notið hjá þeim. Vísir/EPA

Dómari á Bretlandi hefur úrskurðað að Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, skuli áfram sæta varðhaldi eftir að fangelsisdómi sem hann hlaut lýkur. Ástæðan er sú að Assange eigi sér sögu um að hlaupast á brott.Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi.Afplánun Assange á að ljúka 22. september. Dómari taldi hins vegar að veruleg ástæða væri til að áætla að Assange léti sig hverfa á ný þegar hann losnaði úr fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Því verði hann áfram í varðhaldi. Taka á fyrir framsalsbeiðni bandarískra stjórnvalda yfir Assange í febrúar.Í Bandaríkjunum er Assange ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal fyrir að hafa opinberar upplýsingar um varnarmál. Wikileaks birti fjölda skjala frá bandarísku utanríkisþjónustunni árið 2010.


Tengdar fréttir

Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.