Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2019 22:24 Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“ Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24