Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 15:48 Hataramenn í „kapítalistabúning andskotans“. Aðsend Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem boðað var til mótmæla klukkan 14. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og endaði á því að þrjár kröfur voru lagðar fram. Kröfurnar voru þrjár; að Kristján Þór Júlíusson segði af sér sem ráðherra, nýja stjórnarskráin yrði lögfest og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði sem nýtast munu almenningi í landinu. Eftir ræðuhöldin steig hljómsveitin Hatari á svið og tók nokkur vel valin lög. Á lagalistanum var meðal annars lagið Spillingardans, sem þeir segjast hafa spilað til heiðurs Samherja. „Samherji er augsýnilega ein best smurða svikamylla samtímans. Stjórn Svikamyllu ehf. bað okkur því að skila þeim hamingjuóskum í tilefni dagsins. Það ætlum við að gera með því að spila lagið Spillingardans, félaginu til heiðurs,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður Hatara, í samtali við fréttamann. Jafnframt tók Hatari undir kröfurnar sem lagðar voru fram og ítrekuðu beiðni um nýja stjórnarskrá. „Við hvetjum þingheim til að kæfa ekki nýju stjórnarskránna í móki meðalmennskunar.“ Þá vakti það athygli viðstaddra að Hatararnir voru mættir til leiks í nýjum búningum, heldur ólíkum þeim sem þeir hafa hingað til verið þekktir fyrir. Sveitin sem hingað til hefur verið þekkt fyrir ögrandi leðurbúninga var mætt til leiks smjörgreidd í jakkafötum. Sjálfir kalla þeir búninginn „kapítalistabúning andskotans“. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem boðað var til mótmæla klukkan 14. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og endaði á því að þrjár kröfur voru lagðar fram. Kröfurnar voru þrjár; að Kristján Þór Júlíusson segði af sér sem ráðherra, nýja stjórnarskráin yrði lögfest og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði sem nýtast munu almenningi í landinu. Eftir ræðuhöldin steig hljómsveitin Hatari á svið og tók nokkur vel valin lög. Á lagalistanum var meðal annars lagið Spillingardans, sem þeir segjast hafa spilað til heiðurs Samherja. „Samherji er augsýnilega ein best smurða svikamylla samtímans. Stjórn Svikamyllu ehf. bað okkur því að skila þeim hamingjuóskum í tilefni dagsins. Það ætlum við að gera með því að spila lagið Spillingardans, félaginu til heiðurs,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður Hatara, í samtali við fréttamann. Jafnframt tók Hatari undir kröfurnar sem lagðar voru fram og ítrekuðu beiðni um nýja stjórnarskrá. „Við hvetjum þingheim til að kæfa ekki nýju stjórnarskránna í móki meðalmennskunar.“ Þá vakti það athygli viðstaddra að Hatararnir voru mættir til leiks í nýjum búningum, heldur ólíkum þeim sem þeir hafa hingað til verið þekktir fyrir. Sveitin sem hingað til hefur verið þekkt fyrir ögrandi leðurbúninga var mætt til leiks smjörgreidd í jakkafötum. Sjálfir kalla þeir búninginn „kapítalistabúning andskotans“.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18