Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 12:04 Guðmundur Andri og Birgir voru gestir á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
„Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira