Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 21:00 Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka." Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka."
Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira