Erlent

Liðsmönnum Pussy Riot sleppt

Atli Ísleifsson skrifar
Veronika Nikulshina var ein þeirra sem réðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata fór fram í Moskvu um miðjan síðasta mánuð.
Veronika Nikulshina var ein þeirra sem réðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata fór fram í Moskvu um miðjan síðasta mánuð. Vísir/AP

Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt.Í frétt Reuters  kemur fram að lögmaður þeirra segir þá hafa verið sleppt úr fangelsi í gær.Eftir úrslitaleikinn lýsti sveitin yfir ábyrgð á uppátækinu sem hún sagði ætlað til að vekja athygli á skorti á tjáningarfrelsi í Rússlandi og spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.Þeim Veronika Nikulshina, Olga Kurachyova, Pjotr Verzilov, og Olga Pakhtusova var gert að sitja inni í fimmtán daga og voru þær látnar dúsa í fangelsi í Moskvu.Þær voru klæddar í lögreglubúningum þegar þær ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata stóð sem hæst.Upphaflega átti að sleppa þeim úr fangelsi á mánudag en því var frestað til þriðjudagsins að sögn lögmanns þeirra, Nikolai Vasilyev. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort að þeim verði gerð frekari refsing vegna uppátæksins.


Tengdar fréttir

Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur

Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.