Haukar lyftu sér úr fallsæti með 2-1 sigri á Fram á Schenkervellinum en leikurinn var liður í átjándu umferð Inkasso-deildar karla.
Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 29. mínútu en Arnar Aðalgeirsson jafnaði fyrir hlé. Davíð Sigurðsson skoraði svo sigurmarkið eftir klukkutímaleik og lokatölur 2-1 mikilvægur sigur Hauka.
Haukarnir eru eftir leikinn með sautján stig í níunda sætinu en þeir eru tveimur stigum á undan Selfoss sem er nú í fallsæti. Þeir eiga þó leik til góða.
Framarar sigla lygnan sjó. Þeir eru með 21 stig í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsæti og ellefu stigum á eftir grönnum sínum í Þrótti sem sitja í fjórða sætinu.
Mikilvægur sigur Hauka
Anton Ingi Leifsson skrifar
