Brady í fýlu út í útvarpsmann en vill ekki að hann verði rekinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 09:30 Brady er mættur til Minneapolis og mætti á sinn fyrsta fjölmiðlaviðburð fyrir Super Bowl í nótt. vísir/getty Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00. NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira