Lindsey Vonn brotnaði niður og grét á fyrsta blaðamannafundi sínum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 10:30 Lindsey Vonn á fundinum. Vísir/Getty Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sjá meira
Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sjá meira