Bandaríkin hóta óbeint hernaði í Sýrlandi á meðan leiðtogar þinga í Teheran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. september 2018 13:21 Fjöldi hópa uppreisnar- og vígamanna halda til í Idlib og hafa margir þessara hópa verið skilgreindir sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjastjórn segir leyniþjónustu sína búa yfir upplýsingum sem sýni að sýrlenski stjórnarherinn sé að undirbúa efnavopnaárás í Idlib héraði. Það er síðasta vígi uppreisnarmanna í landinu en þar eru einnig um tvær milljónir almennra borgara. Ljóst er að þessar upplýsingar eru ætlaðar sem innlegg í leiðtogafund Rússa, Írana og Tyrkja sem fer nú fram í Teheran, höfuðborg Írans. Tilefni fundarins er að ákveða næstu skref í Idlib. Sýrlendingar, Íranar og Rússar vilja helst teppasprengja svæðið og senda innrásarlið til að knésetja síðustu hersveitir uppreisnarmanna. Loftárásir eru þegar hafnar. Tyrkir hafa hins vegar mikilla hagsmuna að gæta. Innrás í Idlib myndi hafa í för með sér mikla hörmungar og óttast Erdogan Tyrklandsforseti að flóttamenn streymi þaðan yfir landamærin til Tyrklands. Honum er því mikið í mun að leysa málið við samningaborðið og sannfæra uppreisnarhópa um að leggja niður vopn. Bandaríkjamenn hafa engan trúverðugleika við það samningaborð og yfirlýsingar þeirra um yfirvofandi efnavopnahernað líklega ætlaðar til að hafa áhrif á ferlið. Bandaríkin hafa áður hótað íhlutun ef slíkum vopnum yrði beitt og með þessu tali um efnavopn eru þarlend stjórnvöld í raun að minna á hernaðarmátt sinn. Tengdar fréttir Loftárásir hafnar í Idlib Sýrlenski herinn undirbýr árásir á "greni hryðjuverkamanna“. 4. september 2018 12:22 Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. 4. september 2018 23:05 Óttast um almenna borgara í Idlib Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 30. ágúst 2018 20:57 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Bandaríkjastjórn segir leyniþjónustu sína búa yfir upplýsingum sem sýni að sýrlenski stjórnarherinn sé að undirbúa efnavopnaárás í Idlib héraði. Það er síðasta vígi uppreisnarmanna í landinu en þar eru einnig um tvær milljónir almennra borgara. Ljóst er að þessar upplýsingar eru ætlaðar sem innlegg í leiðtogafund Rússa, Írana og Tyrkja sem fer nú fram í Teheran, höfuðborg Írans. Tilefni fundarins er að ákveða næstu skref í Idlib. Sýrlendingar, Íranar og Rússar vilja helst teppasprengja svæðið og senda innrásarlið til að knésetja síðustu hersveitir uppreisnarmanna. Loftárásir eru þegar hafnar. Tyrkir hafa hins vegar mikilla hagsmuna að gæta. Innrás í Idlib myndi hafa í för með sér mikla hörmungar og óttast Erdogan Tyrklandsforseti að flóttamenn streymi þaðan yfir landamærin til Tyrklands. Honum er því mikið í mun að leysa málið við samningaborðið og sannfæra uppreisnarhópa um að leggja niður vopn. Bandaríkjamenn hafa engan trúverðugleika við það samningaborð og yfirlýsingar þeirra um yfirvofandi efnavopnahernað líklega ætlaðar til að hafa áhrif á ferlið. Bandaríkin hafa áður hótað íhlutun ef slíkum vopnum yrði beitt og með þessu tali um efnavopn eru þarlend stjórnvöld í raun að minna á hernaðarmátt sinn.
Tengdar fréttir Loftárásir hafnar í Idlib Sýrlenski herinn undirbýr árásir á "greni hryðjuverkamanna“. 4. september 2018 12:22 Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. 4. september 2018 23:05 Óttast um almenna borgara í Idlib Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 30. ágúst 2018 20:57 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Loftárásir hafnar í Idlib Sýrlenski herinn undirbýr árásir á "greni hryðjuverkamanna“. 4. september 2018 12:22
Óttast að efnavopnum verði beitt í Sýrlandi Rússar hófu í gær loftárásir á Idlib-hérað sem er síðasta vígi uppreisnarmanna. 4. september 2018 23:05
Óttast um almenna borgara í Idlib Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 30. ágúst 2018 20:57