Krefur ríkið um hundrað milljónir í kjötbökumálinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. janúar 2018 06:00 Framganga MAST í Nautabökumálinu gæti reynst íslenska ríkinu dýrkeypt. vísir/stefán Matvælafyrirtækið Kræsingar, sem áður hét Gæðakokkar, hefur krafið íslenska ríkið um ríflega hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna framgöngu Matvælastofnunar í nautabökumálinu svokallaða. Ríkið var ekki reiðubúið að samþykkja kröfuna og hefur verið óskað eftir því að fá dómkvaddan matsmann til að meta kröfuna. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur Íslands skaðabótaskyldu Matvælastofnunar (MAST) vegna tjóns sem Kræsingar urðu fyrir vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu MAST í febrúar 2013. Sem kunnugt er réðst MAST í rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara eftir að hrossakjötshneykslið skók Evrópu þar sem fyrirtæki erlendis höfðu orðið uppvís að því að blanda hrossakjöti í matvörur í stað nautakjöts. Eftir rannsókn MAST þessu tengda birti stofnunin frétt á vef sínum þess efnis að ekkert kjöt hefði fundist í Nautaböku Gæðakokka frá Borgarnesi. Málið vakti gríðarmikla athygli og stefndi MAST Gæðakokkum fyrir rangar innihaldslýsingar og vörusvik, en matvælafyrirtækið var sýknað. Gæðakokkar, sem síðar varð Kræsingar, stefndi síðan MAST í október 2015 til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu stofnunarinnar og hafði betur sem fyrr segir. Kjötbökumálið allt var mikill skellur fyrir matvælafyrirtækið úr Borgarnesi og ljóst að fjárhagslegar afleiðingar þess voru umtalsverðar. Hefur Magnús Nielsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kræsinga, sagt í fjölmiðlum að málið hafi í raun drepið fyrirtækið. Verslanir fjarlægðu allar vörur þess úr hillum sínum, skuldir við birgja hrönnuðust upp og neyddist fyrirtækið, sem verið hafði í stígandi vexti, til að segja upp nærri öllum starfsmönnum sínum sem þá voru tólf fastráðnir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu Kræsingar óháðan aðila til að reikna út skaðabótakröfu byggða á fjárhagstjóni fyrirtækisins sem lögð hefur verið fram. Sú upphæð nemur ríflega 100 milljónum króna með dráttarvöxtum. Magnús staðfestir í samtali við Fréttablaðið að skaðabótakrafa hafi verið lögð fram en vildi ekki tjá sig frekar um málið sem væri í ferli. Heimildir blaðsins herma að íslenska ríkið hafi ekki verið reiðubúið að samþykkja fjárhæð kröfunnar og var því farið fram á að dómkvaddur matsmaður yrði fenginn til að meta kröfuna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er málið nú í því ferli. Ljóst er því að fréttatilkynning Matvælastofnunar um hinar meintu kjötlausu kjötbökur kann að reynast ríkinu dýrkeypt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 MAST bótaskylt vegna kjötböku Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. 19. maí 2017 07:00 Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Fyrirtækið sem um ræðir hefur meðal annars þurft að skipta um nafn en fréttirnar höfðu stórkostleg áhrif á starfsemi þess. 3. júní 2016 14:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Matvælafyrirtækið Kræsingar, sem áður hét Gæðakokkar, hefur krafið íslenska ríkið um ríflega hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna framgöngu Matvælastofnunar í nautabökumálinu svokallaða. Ríkið var ekki reiðubúið að samþykkja kröfuna og hefur verið óskað eftir því að fá dómkvaddan matsmann til að meta kröfuna. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur Íslands skaðabótaskyldu Matvælastofnunar (MAST) vegna tjóns sem Kræsingar urðu fyrir vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu MAST í febrúar 2013. Sem kunnugt er réðst MAST í rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara eftir að hrossakjötshneykslið skók Evrópu þar sem fyrirtæki erlendis höfðu orðið uppvís að því að blanda hrossakjöti í matvörur í stað nautakjöts. Eftir rannsókn MAST þessu tengda birti stofnunin frétt á vef sínum þess efnis að ekkert kjöt hefði fundist í Nautaböku Gæðakokka frá Borgarnesi. Málið vakti gríðarmikla athygli og stefndi MAST Gæðakokkum fyrir rangar innihaldslýsingar og vörusvik, en matvælafyrirtækið var sýknað. Gæðakokkar, sem síðar varð Kræsingar, stefndi síðan MAST í október 2015 til að fá viðurkennda skaðabótaskyldu stofnunarinnar og hafði betur sem fyrr segir. Kjötbökumálið allt var mikill skellur fyrir matvælafyrirtækið úr Borgarnesi og ljóst að fjárhagslegar afleiðingar þess voru umtalsverðar. Hefur Magnús Nielsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kræsinga, sagt í fjölmiðlum að málið hafi í raun drepið fyrirtækið. Verslanir fjarlægðu allar vörur þess úr hillum sínum, skuldir við birgja hrönnuðust upp og neyddist fyrirtækið, sem verið hafði í stígandi vexti, til að segja upp nærri öllum starfsmönnum sínum sem þá voru tólf fastráðnir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu Kræsingar óháðan aðila til að reikna út skaðabótakröfu byggða á fjárhagstjóni fyrirtækisins sem lögð hefur verið fram. Sú upphæð nemur ríflega 100 milljónum króna með dráttarvöxtum. Magnús staðfestir í samtali við Fréttablaðið að skaðabótakrafa hafi verið lögð fram en vildi ekki tjá sig frekar um málið sem væri í ferli. Heimildir blaðsins herma að íslenska ríkið hafi ekki verið reiðubúið að samþykkja fjárhæð kröfunnar og var því farið fram á að dómkvaddur matsmaður yrði fenginn til að meta kröfuna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er málið nú í því ferli. Ljóst er því að fréttatilkynning Matvælastofnunar um hinar meintu kjötlausu kjötbökur kann að reynast ríkinu dýrkeypt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 MAST bótaskylt vegna kjötböku Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. 19. maí 2017 07:00 Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Fyrirtækið sem um ræðir hefur meðal annars þurft að skipta um nafn en fréttirnar höfðu stórkostleg áhrif á starfsemi þess. 3. júní 2016 14:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10
MAST bótaskylt vegna kjötböku Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. 19. maí 2017 07:00
Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Fyrirtækið sem um ræðir hefur meðal annars þurft að skipta um nafn en fréttirnar höfðu stórkostleg áhrif á starfsemi þess. 3. júní 2016 14:26
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent