„Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2018 10:00 Sam Quek fagnar gullinu í Ríó 2016. vísir/getty „Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek. Aðrar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
„Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira