Hljóp yfir Jagúarana og inn í metabók NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 09:00 Derrick Henry var í rosalegu stuði í nótt. Vísir/Getty Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018 NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018
NFL Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira