Erlent

Veiðimaður berst fyrir lífi sínu eftir að björn lenti á honum

Andri Eysteinsson skrifar
Skógarbirnir í Alaska geta orðið allt að 850kg að þyngd.
Skógarbirnir í Alaska geta orðið allt að 850kg að þyngd. Vísir/EPA
Bandaríski veiðimaðurinn William McCormick berst fyrir lífi sínu eftir að bjarndýr sem hann skaut lenti ofan á honum í Alaska síðasta laugardag.

Björninn hafði verið ofar í hlíðinni sem McCormick stóð í og rann dýrið hratt í átt að veiðimanninum eftir að það hafði verið skotið. CNN greinir frá.McCormick var á veiðum ásamt félaga sínum Zachary Tennyson en báðir eru þeir meðlimir í hersveitum Bandaríkjanna.

Ríkislögregla Alaska segir að McCormick hafi einnig orðið fyrir steini sem rann niður hlíðina ásamt bjarndýrinu. Ekki hefur verið greint frá undirtegund bjarnarins, þyngd hans né hvort hann hafi lifað skotið af.

McCormick var fluttur með þyrlu á spítala í borginni Anchorage og berst þar fyrir lífi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×