Fræga fólkið sólgið í iglo+indi Guðný Hrönn skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Helga Ólafsdóttir, hönnuður iglo+indi. SAGA SIG Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. Það liggur ekki á svörum þegar Karítas Diðriksdóttir, markaðsstjóri iglo+indi, er spurð út í hvaða fræga fólk hafi sýnt barnafötunum frá iglo+indi áhuga.Kourtney Kardashian dressar dóttur sína í íslenska hönnun.@igloindi„Kardashian-fjölskyldan, ofurfyrirsætan Coco Rocha og stílisti barna Beyoncé eru líklega frægustu aðdáendur iglo+indi. Kourtney Kardashian birti mynd af dóttur sinni í gervipelsi frá iglo+indi á Snapchat um daginn og Coco Rocha er orðin góð vinkona okkar eftir að hún heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum og kynntist merkinu þá. Dóttir hennar, Ioni Conran, klæðist mjög oft fötum eftir okkur. Ioni er sjálf með hátt í 70 þúsund fylgjendur á Instagram.“Þessi mynd vakti athygli stílistans Manuels A. Mendez.MYND/SAGA SIGEins og gengur og gerist í Hollywood eru börn fræga fólksins gjarnan með stílista. Blue Ivy, dóttir Beyoncé og Jay Z, er eitt þeirra barna og stílisti hennar, Manuel A. Mendez, er hrifinn af iglo+indi. Hann birti mynd úr nýjustu línu iglo+indi á samfélagsmiðlum um daginn. „Myndin sem Manuel deildi er úr vor/sumar herferðinni okkar. Atli vinur okkar er í peysu með ísaumaðri antilópu, stuttbuxum með antilópuprenti og sokkum með eldingu. Myndin er tekin af Sögu Sig við Kleifarvatn,“ útskýrir Karítas sem er í reglulegu sambandi við stílista fræga fólksins sem biðja gjarnan um um sýnishorn úr línu iglo+indi fyrir til dæmis myndatökur.Beyoncé lætur stílista að sjálfsögðu um að dressa dóttur sína, Blue Ivy.Vísir/GettyÍsland vekur áhuga Karítas segir tenginguna við Ísland koma sér vel fyrir merkið. „Fólk er almennt mjög áhugasamt um að við séum frá Íslandi. Ísland er oft innblásturinn fyrir litina og prentin og lundaprentið okkar er búið að vera vinsælasta prentið í mörg ár.“ Karítas segir teymi iglo+indi hafa byrjað að leggja áherslu á markaðssetningu erlendis fyrir um fjórum árum. „Vörumerkið var endurnefnt iglo+indi og við byrjuðum að taka virkan þátt í sýningum erlendis,“ segir Karítas en merkið hét áður Ígló og Indí. Í dag fæst merkið víða erlendis. „Söluaðilar okkar í Evrópu, Ameríku og Asíu ferðast einnig á sýningar á sínum heimamörkuðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið iglo+indi hefur náð góðum árangri utan landsteinanna því Hollywood-búar eru margir hrifnir og klæða börnin sín í iglo+indi föt þegar mikið liggur við. Það liggur ekki á svörum þegar Karítas Diðriksdóttir, markaðsstjóri iglo+indi, er spurð út í hvaða fræga fólk hafi sýnt barnafötunum frá iglo+indi áhuga.Kourtney Kardashian dressar dóttur sína í íslenska hönnun.@igloindi„Kardashian-fjölskyldan, ofurfyrirsætan Coco Rocha og stílisti barna Beyoncé eru líklega frægustu aðdáendur iglo+indi. Kourtney Kardashian birti mynd af dóttur sinni í gervipelsi frá iglo+indi á Snapchat um daginn og Coco Rocha er orðin góð vinkona okkar eftir að hún heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum og kynntist merkinu þá. Dóttir hennar, Ioni Conran, klæðist mjög oft fötum eftir okkur. Ioni er sjálf með hátt í 70 þúsund fylgjendur á Instagram.“Þessi mynd vakti athygli stílistans Manuels A. Mendez.MYND/SAGA SIGEins og gengur og gerist í Hollywood eru börn fræga fólksins gjarnan með stílista. Blue Ivy, dóttir Beyoncé og Jay Z, er eitt þeirra barna og stílisti hennar, Manuel A. Mendez, er hrifinn af iglo+indi. Hann birti mynd úr nýjustu línu iglo+indi á samfélagsmiðlum um daginn. „Myndin sem Manuel deildi er úr vor/sumar herferðinni okkar. Atli vinur okkar er í peysu með ísaumaðri antilópu, stuttbuxum með antilópuprenti og sokkum með eldingu. Myndin er tekin af Sögu Sig við Kleifarvatn,“ útskýrir Karítas sem er í reglulegu sambandi við stílista fræga fólksins sem biðja gjarnan um um sýnishorn úr línu iglo+indi fyrir til dæmis myndatökur.Beyoncé lætur stílista að sjálfsögðu um að dressa dóttur sína, Blue Ivy.Vísir/GettyÍsland vekur áhuga Karítas segir tenginguna við Ísland koma sér vel fyrir merkið. „Fólk er almennt mjög áhugasamt um að við séum frá Íslandi. Ísland er oft innblásturinn fyrir litina og prentin og lundaprentið okkar er búið að vera vinsælasta prentið í mörg ár.“ Karítas segir teymi iglo+indi hafa byrjað að leggja áherslu á markaðssetningu erlendis fyrir um fjórum árum. „Vörumerkið var endurnefnt iglo+indi og við byrjuðum að taka virkan þátt í sýningum erlendis,“ segir Karítas en merkið hét áður Ígló og Indí. Í dag fæst merkið víða erlendis. „Söluaðilar okkar í Evrópu, Ameríku og Asíu ferðast einnig á sýningar á sínum heimamörkuðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira