Sagður hafa játað morð á sextán ára skólasystur og ófæddu barni þeirra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 15:30 Óvíst er hvort Aaron Trejo og Breana Rouhselang hafi verið í sambandi. Ap/St. Joseph County Jail 16 ára leikmaður ruðningsliðs Mishawaka-grunnskólans í Indiana í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára skólasystur sína og ófætt barn þeirra. Er hann sagður hafa játað morðið í yfirheyrslum hjá lögreglu.„Ég greip til aðgerða, ég drap hana,“ er Aaron Trejo sagður hafa sagt í yfirheyrslum hjá lögreglu eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í dómskjölum sem Indianapolis Star fjallar um.Lík hinnar sautján ára gömlu Breana Rouhselang fannst á sunnudag og Trejo var ákærður vegna morðsins á henni og ófæddu barni þeirra á mánudaginn. Lík hennar fannst í ruslagámi bak við veitingastað í grennd við heimili hennar í Mishawaja í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Breana Rouhselang var sautján ára gömul.Mynd/FacebookSkilaði sér ekki heim eftir að hafa sagst ætla að hitta Trejo Foreldrar Roushelang höfðu samband við lögreglu á sunnudagsmorgun eftir að hún hafði ekki skilað sér heim. Móðir hennar sagði lögreglu að dóttir hennar hafi ætlað sér að tala við barnsföður sinn kvöldið áður.Móðir hennar fór því að heimili Trejo til þess að grennslast fyrir um hvort hann vissi um dóttur hennar. Trejo sagði henni hins vegar að hann hafi farið til móts við hana í grennd við heimili hennar til þess að hitta hana, en hún hafi ekki mætt.Lögregla fór á staðinn sem þau ætluðu að hittast á og fundu þar gleraugu og húfu, tvo hluti sem móðir Roushelang sagði að væru í eigu dóttur hennar. Svo virtist sem að blóð væri á húfunni.Eftir frekari leit á svæðinu fannst lík hennar í ruslagámi. Svörtum ruslapoka hafði verið komið fyrir yfir efri hluta líkama hennar, að því er fram kemur í dómsskjölum vegna málsins. Íbúar í bænum hafa minnst Roushelang.AP/South Bend TribuneSagður ósáttur við hvað hún beið lengi að segja honum frá óléttunni Í dómsskjölunum kemur fram að í fyrstu hafi Trejo haldið sig við þær skýringar að Roushelang hafi aldrei komið til fundar við hann. Þegar hann var spurður um barnið sem von var á viðurkenndi hann hins vegar að þau hafi verið ósátt vegna óléttunnar. Vildi hann meina að hún hefði beðið of lengi með að segja honum frá því að hún ætti von á sér, svo lengi að ómögulegt var fyrir hann að fá hana til þess að fara í fóstureyðingu. Við yfirheyrslur er Trejo sagður hafa viðurkennt að hafa farið til fundar við Roushelang með hníf. Stakk hann hana í hjartað og kom líkinu fyrir í ruslagáminum, að því er segir að komi fram í dómsskjölum málsins. Krufning á líki hennar hefur leitt í ljós að fjölmörg stungusár drógu hana til dauða auk þess sem að svo virðist sem að Trejo hafi einnig reynt að kyrkja hana.Í frétt Washington Post um máliðsegir að samfélagið í Mishawaka sé í sárum vegna málsins, ekki síst allir þeir sem komi að ruðningsliði skólans sem þau sóttu. Eins og fyrr segir var Trejo í ruðningsliði skólans en Rouhselang var liðstjóri liðsins. Sama sunnudag og lík hennar fannst var árshátíð liðsins á dagskrá.„Fjölskyldurnar ætluðu að koma saman til þess að fagna en í staðinn fáum við bara þessar hræðilegu fregnir,“ sagði Dean Speicher, yfirmaður skólamála í bænum. Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
16 ára leikmaður ruðningsliðs Mishawaka-grunnskólans í Indiana í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára skólasystur sína og ófætt barn þeirra. Er hann sagður hafa játað morðið í yfirheyrslum hjá lögreglu.„Ég greip til aðgerða, ég drap hana,“ er Aaron Trejo sagður hafa sagt í yfirheyrslum hjá lögreglu eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í dómskjölum sem Indianapolis Star fjallar um.Lík hinnar sautján ára gömlu Breana Rouhselang fannst á sunnudag og Trejo var ákærður vegna morðsins á henni og ófæddu barni þeirra á mánudaginn. Lík hennar fannst í ruslagámi bak við veitingastað í grennd við heimili hennar í Mishawaja í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Breana Rouhselang var sautján ára gömul.Mynd/FacebookSkilaði sér ekki heim eftir að hafa sagst ætla að hitta Trejo Foreldrar Roushelang höfðu samband við lögreglu á sunnudagsmorgun eftir að hún hafði ekki skilað sér heim. Móðir hennar sagði lögreglu að dóttir hennar hafi ætlað sér að tala við barnsföður sinn kvöldið áður.Móðir hennar fór því að heimili Trejo til þess að grennslast fyrir um hvort hann vissi um dóttur hennar. Trejo sagði henni hins vegar að hann hafi farið til móts við hana í grennd við heimili hennar til þess að hitta hana, en hún hafi ekki mætt.Lögregla fór á staðinn sem þau ætluðu að hittast á og fundu þar gleraugu og húfu, tvo hluti sem móðir Roushelang sagði að væru í eigu dóttur hennar. Svo virtist sem að blóð væri á húfunni.Eftir frekari leit á svæðinu fannst lík hennar í ruslagámi. Svörtum ruslapoka hafði verið komið fyrir yfir efri hluta líkama hennar, að því er fram kemur í dómsskjölum vegna málsins. Íbúar í bænum hafa minnst Roushelang.AP/South Bend TribuneSagður ósáttur við hvað hún beið lengi að segja honum frá óléttunni Í dómsskjölunum kemur fram að í fyrstu hafi Trejo haldið sig við þær skýringar að Roushelang hafi aldrei komið til fundar við hann. Þegar hann var spurður um barnið sem von var á viðurkenndi hann hins vegar að þau hafi verið ósátt vegna óléttunnar. Vildi hann meina að hún hefði beðið of lengi með að segja honum frá því að hún ætti von á sér, svo lengi að ómögulegt var fyrir hann að fá hana til þess að fara í fóstureyðingu. Við yfirheyrslur er Trejo sagður hafa viðurkennt að hafa farið til fundar við Roushelang með hníf. Stakk hann hana í hjartað og kom líkinu fyrir í ruslagáminum, að því er segir að komi fram í dómsskjölum málsins. Krufning á líki hennar hefur leitt í ljós að fjölmörg stungusár drógu hana til dauða auk þess sem að svo virðist sem að Trejo hafi einnig reynt að kyrkja hana.Í frétt Washington Post um máliðsegir að samfélagið í Mishawaka sé í sárum vegna málsins, ekki síst allir þeir sem komi að ruðningsliði skólans sem þau sóttu. Eins og fyrr segir var Trejo í ruðningsliði skólans en Rouhselang var liðstjóri liðsins. Sama sunnudag og lík hennar fannst var árshátíð liðsins á dagskrá.„Fjölskyldurnar ætluðu að koma saman til þess að fagna en í staðinn fáum við bara þessar hræðilegu fregnir,“ sagði Dean Speicher, yfirmaður skólamála í bænum.
Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira