Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2018 19:00 Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira
Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Sjá meira