Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2018 19:00 Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira