Enski boltinn

Fellaini: Mér líður vel því Mourinho treystir mér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marouane Fellaini nýtist vel í háu boltunum.
Marouane Fellaini nýtist vel í háu boltunum. vísir/getty
Belginn hávaxni Marouane Fellaini skaut Manchester United í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi þegar að hann skoraði sigurmarkið á móti Young Boys frá Sviss í uppbótartíma.

Þetta var annað mark Fellaini á tímabilinu en það fyrra koma líka á ögurstundu og er hann nú í tvígang búinn að bjarga afturendanum á José Mourinho sem er ekki vinsælasti maðurinn á meðal stuðningsmanna United í dag.

„Mér líður vel. Ég er ánægður með Mourinho. Hann veitir mér mikið sjálftraust og treystir mér. Það er mikilvægt fyrir alla leikmenn. Ég reyni að launa honum traustið inn á vellinum,“ sagði Fellainni sáttur og sæll eftir leik.

„Ég gef mig alltaf allan fyrir liðið, hvort sem að ég byrja eða ekki. Það vita allir að ég er liðsmaður. Það mikilvægasta í þessu er að ná í stig og vinna leiki,“ sagði Belginn.

Fellaini er á sínu sjötta ári hjá United eftir að vera keyptur frá Everton árið 2013. Hann hefur oft durft að dúsa lengi á bekknum en segist aldrei hafa átt í slæmum samskiptum við stjóra félagsins, hvort sem umræðir David Moyes, Louis van Gaal eða Mourinho.

„Það eru aldrei vandamál á milli mín og stjóranna. Ég gef alltaf allt fyrir alla þá stjóra sem að ég spila fyrir,“ sagði Marouane Fellaini.


Tengdar fréttir

Messan: „Tvö slökustu lið í sögu United“

Manchester United liðið hefur ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili og Reynir Leóosson, sparkspekingur Messunnar, er ekki hrifinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×