Dæmdur fyrir að sýna mótherjum fingurinn en var hann saklaus? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 10:30 Devin Darrington fagnaði snertimarki sínu aðeins of snemma og með ótrúlegum afleiðingum. Vísir/Getty Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn