Sport

Hvað í fjandanum er Mike Perry að gera?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Platinum Perry fer sínar eigin leiðir.
Platinum Perry fer sínar eigin leiðir.

Mike Perry er ekki gáfaðasti gaurinn í MMA-heiminum og hann undirstrikaði það hraustlega með nýjasta útspili sínu.

Perry er að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Donald „Cowboy“ Cerrone og því finnst honum tilvalið að henda sér í indíánagervi til þess að auglýsa bardagann.

Skemmst er frá því að segja að hann hefur gert indíána brjálaða enda móðgað þá á allan mögulegan hátt með fíflalátum sínum.Þetta er ekki fyrsta heimskulega útspil Perry á ferlinum. Hann hefur verið með kynþáttafordóma í garð Asíubúa og svo málaði hann andlit sitt einu sinni svart.

Svo segist Perry mega nota N-orðið því DNA-rannsókn hafi leitt í ljós að hann sé tvö prósent svartur.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.