Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 20:15 Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“ MMA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári er hann tapaði á umdeildan hátt gegn augnpotaranum Santiago Ponzinibbio. Biðin eftir bardaga hefur verið löng hjá okkar manni og léttir að það eigi aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. „Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja munnlega af beggja hálfu. Við höfum ekki fengið samninginn enn þá og eftir að skrifa undir. Ég er bjartsýnn á þetta og held að þetta sé on,“ segir Gunnar ánægður enda beðið lengi eftir að fá andstæðing. „Við höfum reynt að fá andstæðing um tíma. Þetta bauðst svo fyrir viku síðan og talað um 2-3 andstæðinga. Fyrst var reynt að fá Jorge Masvidal en hann vill ekkert með mig hafa frekar en fyrri daginn. Það er því Alex Oliveira.“ Andstæðingur Gunnars í þessum væntanlega bardaga er brasilíski kúrekinn Alex Oliveira. Sá er jafnaldri Gunnars og hefur verið að klífa metorðastigann í veltivigtinni hratt enda unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er einu sæti fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Þetta er flottur andstæðingur. Hann er svolítið villtur en mikill og fjölhæfur íþróttamaður. Ég held að þetta verði helvíti góður bardagi. Ég held að hann sé með fjólublátt belti í jörðinni en hann kann fyrir sér þar og hefur hengt menn eins og Carlos Condit.“ Gunnar hafði áður samþykkt að berjast á bardagakvöldi í Las Vegas þann 29. desember. Þessi bardagi er aftur á móti á hentugri tíma og hann getur því notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta er í rauninni betra svona. Okkur líst helvíti vel á þetta. Svo er þetta líka í Toronto og styttra í það kvöld en í Vegas. Við höfum verið að æfa með það í huga að við séum að fara að keppa.“
MMA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira