Bardagi Gunnars í desember staðfestur Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2018 20:48 Gunnar berst í desember. vísir/banner Gunnar Nelson mun berjast við Alex Olieira þann áttunda desember í Toronto í Kanada en bardagakvöldið ber nafnið UFC 231. Þetta var staðfest í tilkynningu í kvöd. Gunnar hefur ekki barist síðan að hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í júli 2017 og því hefur Gunnar beðið í sautján mánuði er 8. desember rennur upp. „Ég er búinn að vera bardagaklár í talsverðan tíma núna og það eina sem hefur vantað er andstæðingur og dagsetning,” sagði Gunnar í fréttatilkynningu. „Við vorum búnir að pressa fast á UFC til að fá bardaga fyrir áramót og ég var í raun búinn að segja þeim að ég væri tilbúinn að mæta hverjum sem er. Það myndi ekki breyta mig neinu hvort andstæðingurinn yrði sjálfur heimsmeistarinn eða einhver nýgræðingur.” „Ég er því virkilega ánægður að fá Alex Oliveira. Hann er alvöru bardagamaður sem er búinn að sanna að hann á heima á meðal þeirra bestu, m.a. með sigri á fyrrum UFC veltivigtarmeistara. Hann er fyrir ofan mig á styrkleikalistanum í augnablikinu en ég mun gera mitt besta til að svo verði ekki mikið lengur.” Gunnar átti að berjast fyrr á þess ári í Liverpool en þeim bardaga var frestað enda var Gunnar að glíma við meiðsli. Nú er hann klár í slaginn. „Mér líður mjög vel. Hnéð er orðið betra en nýtt og ég er ferskur. Ég hef lagt talsvert meiri áherslu á úthalds- og styrktaræfingar en ég hef gert áður og ég finn vel hvað það er að gera mér gott.” „Hvað sjálfar bardagaæfingarnar varðar þá er allt bara eins og það á að vera. Ég er umfram allt farinn að hlakka til að mæta í búrið og stimpla mig aftur inn hjá bardagaunnendum. Ég er búinn að vera lengi frá og nú er kominn tími til að halda ferðalaginu áfram,” sagði Gunnar. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Gunnar sagður berjast í Kanada í byrjun desember Það virðist styttast í næsta bardaga Gunnars Nelson og samkvæmt heimildum ESPN þá mun Gunnar væntanlega berjast í Kanada í desember. 24. október 2018 09:30 Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. 24. október 2018 20:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Gunnar Nelson mun berjast við Alex Olieira þann áttunda desember í Toronto í Kanada en bardagakvöldið ber nafnið UFC 231. Þetta var staðfest í tilkynningu í kvöd. Gunnar hefur ekki barist síðan að hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í júli 2017 og því hefur Gunnar beðið í sautján mánuði er 8. desember rennur upp. „Ég er búinn að vera bardagaklár í talsverðan tíma núna og það eina sem hefur vantað er andstæðingur og dagsetning,” sagði Gunnar í fréttatilkynningu. „Við vorum búnir að pressa fast á UFC til að fá bardaga fyrir áramót og ég var í raun búinn að segja þeim að ég væri tilbúinn að mæta hverjum sem er. Það myndi ekki breyta mig neinu hvort andstæðingurinn yrði sjálfur heimsmeistarinn eða einhver nýgræðingur.” „Ég er því virkilega ánægður að fá Alex Oliveira. Hann er alvöru bardagamaður sem er búinn að sanna að hann á heima á meðal þeirra bestu, m.a. með sigri á fyrrum UFC veltivigtarmeistara. Hann er fyrir ofan mig á styrkleikalistanum í augnablikinu en ég mun gera mitt besta til að svo verði ekki mikið lengur.” Gunnar átti að berjast fyrr á þess ári í Liverpool en þeim bardaga var frestað enda var Gunnar að glíma við meiðsli. Nú er hann klár í slaginn. „Mér líður mjög vel. Hnéð er orðið betra en nýtt og ég er ferskur. Ég hef lagt talsvert meiri áherslu á úthalds- og styrktaræfingar en ég hef gert áður og ég finn vel hvað það er að gera mér gott.” „Hvað sjálfar bardagaæfingarnar varðar þá er allt bara eins og það á að vera. Ég er umfram allt farinn að hlakka til að mæta í búrið og stimpla mig aftur inn hjá bardagaunnendum. Ég er búinn að vera lengi frá og nú er kominn tími til að halda ferðalaginu áfram,” sagði Gunnar.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Gunnar sagður berjast í Kanada í byrjun desember Það virðist styttast í næsta bardaga Gunnars Nelson og samkvæmt heimildum ESPN þá mun Gunnar væntanlega berjast í Kanada í desember. 24. október 2018 09:30 Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. 24. október 2018 20:15 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Gunnar sagður berjast í Kanada í byrjun desember Það virðist styttast í næsta bardaga Gunnars Nelson og samkvæmt heimildum ESPN þá mun Gunnar væntanlega berjast í Kanada í desember. 24. október 2018 09:30
Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi. 24. október 2018 20:15