Yfirgnæfandi líkur á áfrýjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2018 20:30 Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins. Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins.
Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47