Yfirgnæfandi líkur á áfrýjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2018 20:30 Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins. Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins.
Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47