Sport

Fékk bjórbað og puttann í andlitið er hann skoraði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta eru ansi kaldar móttökur.
Þetta eru ansi kaldar móttökur.
Það vantaði ekki dramatíkina í leik New England Patriots og Kansas City Chiefs í nótt. Stuðningsmenn Patriots hafa svo fengið mikið af skömmum eftir leikinn.Tyreek Hill, útherji Kansas, skoraði stórkostlegt 75 jarda snertimark er hann jafnaði leikinn, 40-40, er um þrjár mínútur voru eftir af leiknum.Hann var á mikilli siglingu í gegnum endamarkið og staðnæmdist ekki fyrr en hann var kominn upp að stúkunni.Þar tóku á móti honum reiðir stuðningsmenn Patriots sem ráku miðfingurinn í andlitið á Hill og helltu svo bjór í andlitið á honum. Svekktir yfir stórleik Hill sem skoraði þrjú snertimörk í leiknum.Þeir glöddust þó skömmu síðar er New England vann leikinn með vallarmarki.NFL

Tengdar fréttir

Brady stöðvaði Patrick Mahomes

Það er aðeins eitt ósagrað lið í NFL-deildinni eftir leiki gærkvöldsins. Kansas City Chiefs tapaði sínum fyrsta leik er liðið sótti New England Patriots heim. Leikur liðanna var stórkostlegur og vannst á sparki er leiktíminn rann út.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.