Mats varð bergnuminn þegar hann sá Ísland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 22:30 Mats Wibe Lund við ljósmyndina af Vallnabjargi í Fróðárhreppi. Snæfellsjökull í baksýn. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira