Hrútasýningar um allt land: Bændur raða fénu upp í gæðaröð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2018 20:15 Pétur að mæla vöðva á hrygg með sónartæki á hrútasýningunni. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira