Kane afgreiddi Huddersfield og Tottenham klifrar upp töfluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane skorar af vítapunktinum í dag.
Kane skorar af vítapunktinum í dag. vísir/getty
Tottenham heldur áfram að klifra upp töfluna en liðið er komið í fjórða sæti deildarinnar eftir 2-0 á útivelli gegn Huddersfield.

Fyrsta markið skoraði Harry Kane á 25. mínútu en eftir undirbúning Kieran Trippier skoraði Kane. Minnti margt á England á HM í sumar þar sem samvinna þessa manna var góð.

Kane skoraði svo aftur níu mínútum síðar en þá skoraði hann af vítapunktinum eftir að brotið var á Danny Rose innan vítateigs. Klár vítaspyrna og 2-0 í hálfleik.

Huddersfield náði aðeins að pressa í síðari hálfleik og átti meðal annars skot í slá en nær komust þeir ekki og lokatölur mikilvægur 2-0 sigur Tottenham.

Tottenham er í fjórða sætinu eftir leiki dagsins en þeir eru með fimmtán stig. Huddersfield er hins vegar í vandræðum, með tvö stig á botni deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira