Erlent

Tíu ára á batavegi eftir geitungaárás, fall úr tré og grillspjót í gegnum höfuðið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Spjótið fór í gegnum kinn drengsins og út um hnakkann.
Spjótið fór í gegnum kinn drengsins og út um hnakkann. Vísir/AP

Tíu ára drengur frá Missouri-ríki í Bandaríkjunum er nú á batavegi eftir að hafa orðið fyrir árás geitunga, dottið úr tré og hafnað á grillspjóti, sem stakkst í gegnum höfuðið á honum.

Í umfjöllun héraðsblaðsins Kansas City Star segir að Xavier Cunningham hafi sloppið ótrúlega vel úr slysinu en grillspjótið sneiddi hjá auga hans, heila, mænu og helstu æðum.

Cunningham var að leika sér í trjákofa við heimili sitt í Harrisonville í Missouri seinni partinn á sunnudag þegar slysið varð. Sveimur af geitungum gerði skyndilega atlögu að honum uppi í trénu og í óðagotinu féll drengurinn á jörðina. Þar lenti hann á áðurnefndu grillspjóti, sem fór inn um vinstri kinn hans og út um hnakkann.

Xavier Cunningham er á batavegi. Vísir/AP

Móðir Cunningham, Gabrielle Miller, segir í samtali við Kansas City Star að hann hafi þegar verið fluttur á sjúkrahús í Kansas. Þá segir hún að strákurinn hafi fullyrt við sig að hann væri að deyja á leiðinni á spítalann.

Læknir á sjúkrahúsinu tjáir blaðinu að það sé kraftaverki líkast að spjótið hafi ekki skaðað Cunningham meira en raunin varð. Þá hefur spjótið verið fjarlægt úr höfði Cunningham og búist er við því að hann nái sér að fullu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.