Erlent

Spá allt að sjö metra sjávarflóði á Filippseyjum vegna Mangkhut

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúar á norðanverðri Luzon-eyju, aðaleyju Filippseyja, búa sig nú undir komu fellibylsins Mangkhut.
Íbúar á norðanverðri Luzon-eyju, aðaleyju Filippseyja, búa sig nú undir komu fellibylsins Mangkhut. Vísir/EPA

Fellibylurinn Mangkhut sem stefnir á norðuroddar Filippseyja og sunnavert meginland Asíu hefur færst í aukana á leið sinni að landi. Um fimm milljónir manna búa á svæðum sem bylurinn fer beint yfir. Þar er spáð allt að sjö metra háu sjávarflóði og vindhraða upp á 70 metra á sekúndu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að gert sé ráð fyrir að Mangkhut, sem er þekktur sem Ompong á Filippseyjum, gangi á land á Luzon-eyju fyrir morgundaginn. Flugferðum hefur verið aflýst, skólum lokað og herinn settur í viðbragðsstöðu.

Mangkhut er nú um 900 kílómetrar að þvermáli og hefur þegar valdið usla í Gvam og á Norður- Maríönnueyjum. Varað er við því að úrhellisrigning sem fylgi fellibylnum geti sett af stað aurskriður og skyndiflóð.

Yfirvöld í Kína hafa einnig gefið út viðvaranir vegna komu fellibylsins. Búist er við því að hann skelli þar á síðla dags á sunnudag eða snemma morguns á mánudag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.