Innlent

Skóli við Ægisgrund ataður í blóði eftir innbrotsþjóf

Birgir Olgeirsson skrifar
Þjófurinn var  í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn á vettvangi.
Þjófurinn var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn á vettvangi. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi í skóla við Ægisgrund í Garðabæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Maðurinn hafði brotið rúðu til að komast inn í skólann og var skorinn á hendi. Var hann búinn að ata blóði víða um húseignina. Hann var færður í sjúkrabifreið til aðhlynningar á slysadeild Landspítalans og síðan vistaður í fangageymslu lögreglu.

Á fimmta tímanum í morgun var lögreglu tilkynnt um menn í nýbyggingu við Hverfisgötu. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á vettvangi og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Félagi mannsins náði að komast í burtu áður en lögregla koma á vettvang.

Rétt eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp á Reykjavegi í Mosfellsbæ þar sem bifreið hafði verið ekið á ljósastaur. Ekki er vitað um hvort ökumann sakaði.

Annars hafði lögreglu afskipti af sex ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×