Sport

Brimbrettastelpurnar fá nú jafnmikið og strákarnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brimbrettakonurnar Stephanie Gilmore og Laura Enever.
Brimbrettakonurnar Stephanie Gilmore og Laura Enever. Vísir/Getty
Stephanie Gilmore, margfaldur heimsmeistari kvenna á brimbrettum, fagnar því að Alþjóðasamtök brimbrettafólks, World Surf League, ætli að jafna verðlaunafé karla og kvenna.

Breytingin tekur í gildi á næsta ári og þá fá karla og konur jafnmikið fyrir að vinna mót í World Surf League heimsbikarnum.

Gilmore er Ástrali en hún vonast til þess að þessi ákvörðun hjá WSL verði til þess að fleiri íþróttir taki sér þetta til fyrirmyndar.

„Ég vona að þetta verði fyrirmynd fyrir aðrar íþróttir, alþjóðasamtök og samfélagið í heild sinni,“ sagði Stephanie Gilmore í viðtali við BBC.

Í rannsókn á vegum BBC kom í ljós að í 35 af þeim 55 íþróttagreinum sem svöruðu fyrirspurn þeirra var verðlaunafé jafnt á milli kynja.





Stephanie Gilmore hefur unnið sex heimsmeistaratitla en hún er þrítug. Hún vann heimsbikarinn 2007, 2008, 2009, 2010, 2012 og 2014.  

Gilmore hefur unnið meira en milljón dollara á sínum sigursæla ferli en sú tala væri miklu hærri ef hún hefði fengið jafnmikið og strákarnir.

Gilmore er eins og er í efsta sæti í stigakeppni World Surf League þegar tvær keppnir eru eftir.

WSL verður með þessu fyrstu Alþjóðasamtökin með aðsetur í Bandaríkjunum sem jafnar verðlaunfé kynjanna.

Brimbrettaíþróttin en ein af þeim íþróttum sem er að stækka mest í heiminum í dag og hún verður inni á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

Hin 46 ára gamla Kelly Slater varð ellefu sinnum heimsmeistari á brimbrettum á sínum ferli. „Konurnar á mótaröðinni eiga þessa breytingu skilið. Ég er svo stolt af brimbrettaíþróttin ætli að vera leiðandi í jafnrétti og sanngirni. Brimbrettakonurnar leggja alveg jafnmikið á sig og karlarnir og eiga því að fá jafnmikið borgað,“ sagði Kelly Slater.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×