Frétti rétt fyrir leik að morðingi systur hennar hefði verið látinn laus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 09:00 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018 Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Sjá meira
Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018
Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Sjá meira