Erlent

Hitabylgjan skilgreind sem náttúruhamfarir

Hulda Hólmkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Í gær mældist 41,1 gráðu hiti í borginni Kumagaya sem er mesti hiti sem mælst hefur í Japan frá því mælingar hófust.
Í gær mældist 41,1 gráðu hiti í borginni Kumagaya sem er mesti hiti sem mælst hefur í Japan frá því mælingar hófust. Vísir/getty
Minnst 65 létu lífið í Japan í vikunni í hitabylgjunni sem nú ríður yfir landið. Veðurstofa Japans skilgreinir hitabylgjuna sem náttúruhamfarir.

Í gær mældist 41,1 gráðu hiti í borginni Kumagaya sem er mesti hiti sem mælst hefur í Japan frá því mælingar hófust. Í Tókýó fór hitinn upp í 40 gráður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Í yfirlýsingu frá veðurstofunni er varað við hitabylgjunni.

„Við sjáum fordæmalausar hitatölur á nokkrum svæðum í landinu. Hitabylgjan er ógnvaldur og við skilgreinum hana nú sem náttúruhamfarir.“

Rúmlega 22 þúsund manns hefur leitað læknismeðferðar vegna sólstings og um helmingur þeirra eru eldri borgarar.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar Yoshihide Suga segir að lengja þurfi sumarfrí grunnskólanema vegna þess að skólarnir séu illa búnir til að vera starfræktir í hinum mikla hita. Þá er aðeins tæpur helmingur skólanna búinn loftræsti-eða loftkælingatækjum.

Hin mikla hitabylgja er áfram í kortunum en veðurstofa Japans telur að hitinn geti orðið í kringum 35 gráður fram í byrjun ágústmánaðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.