Enski boltinn

30 milljónir bíða eftir því að mér mistakist

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barton í leik með Burnley.
Barton í leik með Burnley. vísir/getty

Knattspyrnukappinn Joey Barton var ekki alltaf sá vinsælasti á vellinum og hann segir að fáir vonist eftir því að honum gangi vel nú þegar hann er orðinn knattspyrnustjóri.

Hann hefur tekið við sem stjóri C-deildarliðsins Fleetwood Town. Barton er nýkominn úr 13 mánaða banni frá knattspyrnu vegna veðmála.

Á sínum fyrsta blaðamannafundi var hann spurður að því hvort hann ætti von á því að margir óskuðu sér þess að honum myndi mistakast í starfinu?

„Ekki spurning. Það eru líklega svona 30 milljónir sem bíða eftir því að mér mistakist. Allir í Skotlandi þar á meðal en þar búa 5 milljónir,“ sagði Barton.

„Ég er ekki að búast við því að allir styðji mig. Ég á frekar von á því að fólk verði með vúdúdúkkur. Þannig er bara lífið.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.