Enski boltinn

30 milljónir bíða eftir því að mér mistakist

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barton í leik með Burnley.
Barton í leik með Burnley. vísir/getty
Knattspyrnukappinn Joey Barton var ekki alltaf sá vinsælasti á vellinum og hann segir að fáir vonist eftir því að honum gangi vel nú þegar hann er orðinn knattspyrnustjóri.

Hann hefur tekið við sem stjóri C-deildarliðsins Fleetwood Town. Barton er nýkominn úr 13 mánaða banni frá knattspyrnu vegna veðmála.

Á sínum fyrsta blaðamannafundi var hann spurður að því hvort hann ætti von á því að margir óskuðu sér þess að honum myndi mistakast í starfinu?

„Ekki spurning. Það eru líklega svona 30 milljónir sem bíða eftir því að mér mistakist. Allir í Skotlandi þar á meðal en þar búa 5 milljónir,“ sagði Barton.

„Ég er ekki að búast við því að allir styðji mig. Ég á frekar von á því að fólk verði með vúdúdúkkur. Þannig er bara lífið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×