Sport

Barist með berum höndum í fyrsta sinn síðan 1889

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bec Rawlings með blóðuga hnúa eftir bardagann.
Bec Rawlings með blóðuga hnúa eftir bardagann.

Sögulegur viðburður átti sér stað um síðustu helgi í Bandaríkjunum er hanskarnir voru teknir af í hnefaleikabardögum.

Viðburðurinn fór fram í Cheyenne, Wyoming og var löglegur. Eins og við mátti búast var þetta blóðugt bardagakvöld. Aðstandendur segja að þetta sé þó hættuminna en sparkbox og MMA. Spörk í höfuð séu miklu hættulegri en hnefahögg.

Ástralska tveggja barna móðirin, Bec Rawlings, stal senunni í eina kvennabardaga kvöldsins þar sem hún pakkaði andstæðingi sínum saman. Rawlings á sex bardaga að baki hjá UFC.

Um 2.000 áhorfendur mættu til þess að horfa á viðburðinn í íshokkíhöll þar sem venjulega eru haldnar afmælisveislur. Þeir voru ánægðir með skemmtunina.

Hér að neðan má sjá umfjöllun USA Today um þennan sögulega viðburð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.