Kennir svefnpillum um rasískt tíst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:25 Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. vísir/getty Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á. Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á.
Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24