Kennir svefnpillum um rasískt tíst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:25 Roseanne Barr tísti svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. vísir/getty Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á. Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikkonan Roseanne Barr kennir áhrifum svefnlyfja um rasískt tíst sem hún birti á Twitter í gær. Tísti Barr svívirðingum um að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama, væri api. Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti að þáttur Barr yrði tekinn af dagskrá vegna tístsins, en þættir hennar sem nutu vinsælda á 10. áratugnum höfðu nýlega verið endurvaktir. Sagði ABC í yfirlýsingu að tístið hefði verið andstyggilegt og ógeðfellt. Greint er frá því á vef Guardian að Barr hafi síðan reynt að útskýra tístið. „Þetta var klukkan tvö um morgun og ég var að tísta á Ambien. [...] Ég gekk of langt og ég vil ekki verja þetta. Þetta var svívirðilegt og óverjanlegt. Ég held að Joe Rogan hafi haft rétt fyrir sér um Ambien,“ sagði Barr og vísaði þar í orð Rogan þegar hann lýsti lyfinu sem „ógnvekjandi dóti.“ „Ég vil ekki reyna að búa til afsakanir fyrir það sem ég gerði en ég hef gert undarlega hluti undir áhrifum Ambien: brotið vegg klukkan tvö um nótt og svo framvegis,“ sagði Barr. Barr mun verða gestur í hlaðvarpsþætti Rogan, The Joe Rogan Experience, á föstudag en í síðustu viku vakti Rogan athygli á grein í Huffington Post sem fjallaði um aukaverkanir svefnlyfsins sem er það svefnlyf sem læknar ávísa mest á.
Tengdar fréttir Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Leikkonan íhaldssama líkti ráðgjafa Obama forseta við íslamískan apa á Twitter. 29. maí 2018 18:24
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög