Kosið um þjóðpeningakerfi í Sviss Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Seðlabanki Sviss leggst eindregið gegn því að þjóðpeningakerfinu svonefnda verði komið á fót. Svisslendingar kjósa um málið 10. júní. Vísir/getty Skoðanakannanir benda til þess að róttækri tillögu um að svissneskum bönkum verði bannað að „búa til“ peninga með lánveitingum sínum verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss í næsta mánuði. Seðlabankinn og helstu fjármálastofnanir landsins leggjast eindregið gegn því að tillagan verði samþykkt. Í nýlegri skoðanakönnun svissneska ríkisfjölmiðilsins SRF sögðust 35 prósent aðspurðra vera fylgjandi tillögunni en rétt tæplega helmingur, 49 prósent, sagðist vera henni mótfallinn. Sextán prósent aðspurðra voru óákveðin, að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times um málið. Thomas Jordan seðlabankastjóri hefur sagt að „þjóðpeningakerfið“ svonefnda, betur þekkt sem Vollgeld, sem kosið verður um 10. júní næstkomandi, sé „óþörf og hættuleg tilraun sem mun valda hagkerfinu okkar miklum skaða“. Hugmyndin um þjóðpeningakerfið, sem snýr að því að færa útgáfu peninga frá viðskiptabönkum til seðlabanka, hefur notið vaxandi stuðnings í Sviss, sem og víðar um heim, í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á árunum 2007 og 2008. Bankastarfsemi er ein helsta undirstaða efnahagslífs Svisslendinga en talið er að hún standi undir um tíu prósentum af landsframleiðslunni.Thomas Jordan, bankastjóri Seðlabanka SvissHópurinn sem stendur að baki tillögunni um þjóðpeningakerfið safnaði eitt hundrað þúsund undirskriftum og gat því lögum samkvæmt knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fylgjendur tillögunnar segja að fáir almennir borgarar séu meðvitaðir um getu hefðbundinna viðskiptabanka til þess að „búa til“ peninga. Í stað þess að auka peningamagnið í takt við vöxt og þarfir hagkerfisins hafi bankar hingað til aukið peningamagnið stjórnlaust og magnað þannig efnahagssveiflur með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Breyta þurfi grunnhlutverki banka og fela seðlabönkum að stýra því peningamagni sem er í umferð hverju sinni. Þegar bankar lána peninga til fólks eða fyrirtækja búa þeir til innistæðu í banka lántakans og skapa þannig nýtt fé sem lántakinn getur ráðstafað að vild. Þannig búa bankar í reynd til ígildi peninga með lánveitingum sínum. Tillagan sem Svisslendingar munu kjósa um felur í sér að þetta kerfi, sem hefur verið kallað brotaforðakerfið, verði afnumið og þess í stað verði það eingöngu á færi seðlabanka að búa til peninga. Bankar þyrftu þannig vissulega að finna aðrar leiðir, til dæmis að fá lán hjá Seðlabanka Sviss, til þess að fjármagna lánveitingar sínar en afleiðingin yrði stöðugra fjármálakerfi, að mati stuðningsmanna tillögunnar.Ríkisinngrip án fordæma Andstæðingar tillögunnar, með seðlabankastjórann fremstan í flokki, telja hana hins vegar fela í sér ríkisinngrip sem eigi sér ekki fordæmi í svissneskri hagsögu. Peningakerfið muni stórhækka verð á lánsfé og stuðla að aukinni verðbólgu. Jordan seðlabankastjóri segir að á undanförnum árum hafi verið stigin veigamikil skref til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjármálakerfið. Með upptöku þjóðpeningakerfisins yrði þessum árangri varpað fyrir róða. Hann varar jafnframt við því að „nota svissneska banka sem tilraunamiðstöð“ í þessum efnum. Hagfræðingar hafa einnig bent á að samkvæmt viðurkenndum kenningum geti seðlabanki stýrt peningamálum í brotaforðakerfi með stýritækjum sínum, það er annað hvort með stýringu peningamagns eða stýringu vaxta, til þess að ná markmiði um stöðugt verðlag. Þó svo að viðskiptabankar geti prentað peninga séu þeir engu að síður háðir stuðningi seðlabanka heimsins sem veita þeim meðal annars nær ótakmarkað aðgengi að lausu fé. Hafi bankarnir farið ótæpilega með prentunarvald sitt í aðdraganda kreppunnar sé það vegna þess að þeir hafi notið fulls stuðnings seðlabanka við þá prentun. Reinhold Harringer, einn stuðningsmanna þjóðpeningakerfisins, segist ekki vera vondaufur þrátt fyrir að fleiri landar hans vilji hafna tillögunni en samþykkja hana. Hann sakar andstæðingana um að skapa „rugling“ á meðal kjósenda. Þegar þeir kynni sér málið betur muni þeir skilja röksemdirnar að baki tillögunni. Frosti SigurjónssonVildi skoða þjóðpeningakerfið betur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, lagði til í skýrslu sem hann skrifaði í mars 2015 að unnin yrði ítarleg greining á því hvort þjóðpeningakerfi væri raunhæfur kostur hér á landi. Í skýrslunni sagði að flest benti til þess að slíkt kerfi gæti verið góður grunnur að endurbótum á peningakerfi landsins. Skýrslan var unnin að beiðni þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hagfræðingarnir Davíð Stefánsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem sátu í starfshópi forsætisráðherra um skipan peningamála undir forystu Frosta, sögðu sig úr hópnum eftir að Frosti gerði efnislegar breytingar á skýrslunni sem þau gátu ekki sætt sig við. Var Frosti því skrifaður einn fyrir umræddri skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir Frosti ljóst að innlánsstofnanir hafi aukið peningamagn margfalt hraðar en hagkerfið þolir. Afleiðingarnar – verðbólga, gengisfellingar, eignabóla og bankakreppa – hafi valdið þjóðinni gríðarlegu tjóni. Lagði hann til að peningamyndun yrði færð frá bönkum til Seðlabankans. Seðlabankinn myndi þá „skapa peninga í nægu magni til þess að mæta þörfum vaxandi hagkerfis, að teknu tilliti til markmiðs um stöðugt verðlag“. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að róttækri tillögu um að svissneskum bönkum verði bannað að „búa til“ peninga með lánveitingum sínum verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss í næsta mánuði. Seðlabankinn og helstu fjármálastofnanir landsins leggjast eindregið gegn því að tillagan verði samþykkt. Í nýlegri skoðanakönnun svissneska ríkisfjölmiðilsins SRF sögðust 35 prósent aðspurðra vera fylgjandi tillögunni en rétt tæplega helmingur, 49 prósent, sagðist vera henni mótfallinn. Sextán prósent aðspurðra voru óákveðin, að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times um málið. Thomas Jordan seðlabankastjóri hefur sagt að „þjóðpeningakerfið“ svonefnda, betur þekkt sem Vollgeld, sem kosið verður um 10. júní næstkomandi, sé „óþörf og hættuleg tilraun sem mun valda hagkerfinu okkar miklum skaða“. Hugmyndin um þjóðpeningakerfið, sem snýr að því að færa útgáfu peninga frá viðskiptabönkum til seðlabanka, hefur notið vaxandi stuðnings í Sviss, sem og víðar um heim, í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á árunum 2007 og 2008. Bankastarfsemi er ein helsta undirstaða efnahagslífs Svisslendinga en talið er að hún standi undir um tíu prósentum af landsframleiðslunni.Thomas Jordan, bankastjóri Seðlabanka SvissHópurinn sem stendur að baki tillögunni um þjóðpeningakerfið safnaði eitt hundrað þúsund undirskriftum og gat því lögum samkvæmt knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fylgjendur tillögunnar segja að fáir almennir borgarar séu meðvitaðir um getu hefðbundinna viðskiptabanka til þess að „búa til“ peninga. Í stað þess að auka peningamagnið í takt við vöxt og þarfir hagkerfisins hafi bankar hingað til aukið peningamagnið stjórnlaust og magnað þannig efnahagssveiflur með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Breyta þurfi grunnhlutverki banka og fela seðlabönkum að stýra því peningamagni sem er í umferð hverju sinni. Þegar bankar lána peninga til fólks eða fyrirtækja búa þeir til innistæðu í banka lántakans og skapa þannig nýtt fé sem lántakinn getur ráðstafað að vild. Þannig búa bankar í reynd til ígildi peninga með lánveitingum sínum. Tillagan sem Svisslendingar munu kjósa um felur í sér að þetta kerfi, sem hefur verið kallað brotaforðakerfið, verði afnumið og þess í stað verði það eingöngu á færi seðlabanka að búa til peninga. Bankar þyrftu þannig vissulega að finna aðrar leiðir, til dæmis að fá lán hjá Seðlabanka Sviss, til þess að fjármagna lánveitingar sínar en afleiðingin yrði stöðugra fjármálakerfi, að mati stuðningsmanna tillögunnar.Ríkisinngrip án fordæma Andstæðingar tillögunnar, með seðlabankastjórann fremstan í flokki, telja hana hins vegar fela í sér ríkisinngrip sem eigi sér ekki fordæmi í svissneskri hagsögu. Peningakerfið muni stórhækka verð á lánsfé og stuðla að aukinni verðbólgu. Jordan seðlabankastjóri segir að á undanförnum árum hafi verið stigin veigamikil skref til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjármálakerfið. Með upptöku þjóðpeningakerfisins yrði þessum árangri varpað fyrir róða. Hann varar jafnframt við því að „nota svissneska banka sem tilraunamiðstöð“ í þessum efnum. Hagfræðingar hafa einnig bent á að samkvæmt viðurkenndum kenningum geti seðlabanki stýrt peningamálum í brotaforðakerfi með stýritækjum sínum, það er annað hvort með stýringu peningamagns eða stýringu vaxta, til þess að ná markmiði um stöðugt verðlag. Þó svo að viðskiptabankar geti prentað peninga séu þeir engu að síður háðir stuðningi seðlabanka heimsins sem veita þeim meðal annars nær ótakmarkað aðgengi að lausu fé. Hafi bankarnir farið ótæpilega með prentunarvald sitt í aðdraganda kreppunnar sé það vegna þess að þeir hafi notið fulls stuðnings seðlabanka við þá prentun. Reinhold Harringer, einn stuðningsmanna þjóðpeningakerfisins, segist ekki vera vondaufur þrátt fyrir að fleiri landar hans vilji hafna tillögunni en samþykkja hana. Hann sakar andstæðingana um að skapa „rugling“ á meðal kjósenda. Þegar þeir kynni sér málið betur muni þeir skilja röksemdirnar að baki tillögunni. Frosti SigurjónssonVildi skoða þjóðpeningakerfið betur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, lagði til í skýrslu sem hann skrifaði í mars 2015 að unnin yrði ítarleg greining á því hvort þjóðpeningakerfi væri raunhæfur kostur hér á landi. Í skýrslunni sagði að flest benti til þess að slíkt kerfi gæti verið góður grunnur að endurbótum á peningakerfi landsins. Skýrslan var unnin að beiðni þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hagfræðingarnir Davíð Stefánsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem sátu í starfshópi forsætisráðherra um skipan peningamála undir forystu Frosta, sögðu sig úr hópnum eftir að Frosti gerði efnislegar breytingar á skýrslunni sem þau gátu ekki sætt sig við. Var Frosti því skrifaður einn fyrir umræddri skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir Frosti ljóst að innlánsstofnanir hafi aukið peningamagn margfalt hraðar en hagkerfið þolir. Afleiðingarnar – verðbólga, gengisfellingar, eignabóla og bankakreppa – hafi valdið þjóðinni gríðarlegu tjóni. Lagði hann til að peningamyndun yrði færð frá bönkum til Seðlabankans. Seðlabankinn myndi þá „skapa peninga í nægu magni til þess að mæta þörfum vaxandi hagkerfis, að teknu tilliti til markmiðs um stöðugt verðlag“.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira