Innlent

Nafn mannsins sem lést á Heimakletti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurlás Þorleifsson var knattspyrnugoðsögn í Vestmannaeyjum. Þá var hann kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.
Sigurlás Þorleifsson var knattspyrnugoðsögn í Vestmannaeyjum. Þá var hann kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.

Maðurinn sem lést í Heimakletti í Vestmannaeyjum í gær hét Sigurlás Þorleifsson. Hann var sextugur. Hann starfaði lengi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum og í fimm ár sem skólastjóri. 

Sigurláss er minnst á heimasíðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum en nemendum við skólann var tilkynnt um tíðindin í morgun. Áttu nemendur rólega stund með kennurunum í sínum bekk. Verður skólahald með eðlilegum hætti fram að hádegi en skóla mun ljúka klukkan 13.

Sigurlás var lykilmaður í knattspyrnumenningu Eyjamanna í marga áratugi. Hann lék lengi með ÍBV og jafnframt tíu landsleiki fyrir Íslands hönd. Í þeim skoraði hann tvö mörk en hann var mikill markaskorari. Náði hann í tvígang þeim árangri að vera markahæsti leikmaður í efstu deild, annars vegar með Víkingi í Reykjavík og hins vegar ÍBV. Hann er þriðji markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild.

Þá er hann einn ástsælasti þjálfari Eyjamanna. Hann hefur þjálfað meistaraflokka félagsins bæði í karla- og kvennaflokki auk þess að þjálfa yngri iðkendur í Eyjum. Eyjamenn nær og fjær minnast Sigurláss, sem jafnan var kallaður Lási, á samfélagsmiðlum í dag.

Sigurlás læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, fimm upp­kom­in börn og fjög­ur barna­börn.Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.