Khabib bað Pútín um hjálp í beinni en vildi svo ekki þýða orð sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 11:30 Khabib Nurmagomedov vantar hjálp. vísir/getty Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur. MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur.
MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00
Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00
Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51