Dustin Poirier kláraði Justin Gaethje í bardaga ársins Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2018 03:45 Poirier klárar bardagann í nótt. Vísir/Getty Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins. MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins.
MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00